
Stafræn vegferð
Við bjóðum ráðgjöf við þarfagreiningu, val, innleiðingu og rekstur upplýsingtæknikerfa fyrir allar tegundir fyrirtækja. Við leggjum áherslu á hlutlausa og faglega ráðgjöf við val og innleiðingu nýs hugbúnaðar. Það er mikilvægt að vanda vel til verka þegar ráðist er í þá fjárfestingu að endurnýja hugbúnað eða kaupa nýjar lausnir og innleiða þær. Fjármunir, tími og rekstrarumhverfi fyrirtækisins verður fyrir áhrifum og því þarf að vinna vel að undirbúningi þannig að sem minnst rask verði á starfseminni og útkoman þjóni þeim þörfum sem lagt var upp með.
Sparar bæði fé og fyrirhöfn
Mikilvægt er að ráðgjöf, þarfagreining og undirbúningur sé í höndum fagaðila sem þekkir allar hliðar á ferlinu við val og innleiðingu kerfa. Skrefin eru mörg og með góðri ráðgjöf getur fyrirtækið sparað bæði fé og fyrirhöfn. Hjá okkur færðu hlutlaust mat byggt á núverandi hugbúnaðarlandslagi og uppfylltum kröfum. Við tryggjum að þú innleiðir þá lausn sem hentar þér og vinnur með þér og þínum þörfum.
Við erum sérfræðingar í:
-
CRM - Salesforce
- ServiceMax
-
Microsoft 365
-
HRM - Workday
-
Sharepoint 2010, 2013 and Online
-
ERP - Dynamics 365
Hlutlaus og fagleg ráðgjöf
Conligo léttir á ferlinu og veit hvað þarf til að yfirstíga hindranir sem geta verið margvíslegar innan fyrirtækisins. Starfsmenn eru yfirleitt með nóg á sínu borði, þekking innanhúss er hugsanlega takmörkuð og oft er erfitt að byrja og muna eftir því sem ekki má gleyma. Valið getur verið flókið og vandinn er oft fólgin í því að þeir sem kynna og bjóða sína lausn eru ekki hlutlausir gagnvart þér og þínum þörfum. Hjá okkur færðu faglega, hlutlausa ráðgjöf sem setur þínar þarfir í fyrsta sæti.
Til forðast algeng mistök og auðvelda ferlið getum við aðstoðað fyrirtæki við að:
-
Setja fram skýr markmið
-
Setja fram góða innleiðingaráætlun
-
Finna og leysa flækjustig
-
Tryggja skilvirka framvindu
-
Uppfylla öll markmið
-
Tryggja áframhaldandi notkun
Innleiðing hugbúnaðar
Við höfum áratuga reynslu í stórum innleiðingum og getum sparað þér tíma, minnkað flækjustig og lækkað kostnað við allt ferlið. Við sjáum um að gera kostnaðarmat og reikna þann sparnað sem nýtt kerfi mun færa þér. Við aðstoðum þig einnig við að velja réttan samstarfsaðila og skilgreina og verja umfang verkefnisins frá upphafi til enda. Með okkar ráðgjöf nærðu að setja saman rétta teymið til að innleiðingin gangi snuðrulaust fyrir sig. Þannig er hægt að tryggja áframhaldandi notkun eftir innleiðingu.
Með góðri innleiðingaráætlun geta fyrirtæki:
-
Forðast að taka ákvarðanir í flýti
-
Tryggt að rétta fólkið taki þátt í innleiðingunni
-
Tryggt að kerfið sé rétt sett upp
-
Tryggt réttan undirbúning og þjálfun notenda
-
Stutt starfsmenn í að læra að meta kosti kerfis
-
Stutt við áframhaldandi notkun eftir uppsetningu