Verkefni
Við höfum unnið fjölmörg verkefni fyrir mismunandi viðskiptavini. Hér er að finna dæmi um verkefni sem gefa góða mynd af því sem við getum gert fyrir þitt fyrirtæki.

Val og innleiðing á Salesforce CRM kerfi
500 notendur
Viðskiptavinurinn stóð frammi fyrir vali á CRM kerfi: Valið stóð um Microsoft CRM, Salesforce eða SAP CRM. Markmið verkefnisins var að velja eitt kerfi sem nýttist öllum. Við þarfagreiningu var kröfum safnað frá deildum fyrirtækisins og þær bornar saman við eiginleika kerfanna. Niðurstaðan var að vinna áfram með Salesforce sem uppfyllti flestar kröfurnar. Innleiðing á kerfinu tók við. Var gögnum safnað frá mismunandi kerfum og þau undirbúinn fyrir innflutning í nýtt kerfi. Settur var upp öryggisstrúktúr kerfisins og mátaður við þarfir mismundandi deilda. Á sama tíma var þjálfun skipulögð og framkvæmd.

Val og innleiðing á ServiceMax þjónustukerfi
700 notendur
Fyrirtækið notaðist við ólíkar leiðir til að halda utan um viðskiptavini, þjónustubeiðnir og sögu. Gögnin voru ýmist í þar til gerðum kerfum eða á Excel skjölum sem voru einungis aðgengileg einstaka starfsmanni. Þessi uppsetning varð til þess að erfitt var að setja upp meiri þjónustu hjá viðskiptavininum. Samhæfing og yfirsýn var lítil sem engin og þar af leiðandi erfitt fyrir stjórnendur að taka ákvarðanir byggðar á réttum upplýsingum. Gerð var ýtarleg þarfagreining, kröfum safnað frá öllum aðilum og síðan haft samband við mismunandi birgja. Kerfin voru borin saman við þarfir fyrirtækisins. Eftir samanburð varð ServiceMax fyrir valinu. Við tók uppsetning á kerfinu, innleiðing og kennsla sem gekk vel og náði til yfir 700 manns.

Innleiðing á Workday HRM mannauðskerfi
5500 notendur
Eftir ítarlega þarfagreiningu varð Workday fyrir valinu. Vinnan snéri að innleiðingu kerfisins og tengingu þess við launakerfi fyrirtækis með yfir 5500 notendur. Verkefnið sneri einnig að hreinsun gagna og tengingu við "Active Directory". Við innleiðinguna voru allir ráðningarferlar skoðaðir og samræmdir milli deilda og skrifstofa. Einnig var tenging við "Identity Management" kerfi skoðað. Kennsla og þjálfun voru skipulögð og komið í viðeigandi farveg. Verkefnið var umfangsmikið og krafðist skipulags, góðrar yfirsýnar og eftirfylgni.

Uppfærsla á Microsoft 365
5000 notendur
Verkefnið snéri að uppfærslu á Microsoft 365 hjá yfir 5000 notendum í nokkrum löndum. Við uppfærsluna í Microsoft 365 var unnið vandlega í því að kortleggja tengingar við önnur kerfi innan Microsoft 365 eins og OneDrive, Sharepoint og Teams og passa að þær yrðu í lagi. Huga þurfti að því að uppfærslunnar hefðu sem minnst áhrif á daglegt starfsumhverfi. Tryggja þurfti að allar millifærslur á gögnum eins og póst skrám og Sharepoint síðum gengu snuðrulaust fyrir sig. Verkefnið snéri einnig að því að tryggja öryggi, skipuleggja ferlan innan hverrar lausnar og sníða að þörfum fyrirtækisins.