Um okkur

Loftur St. Loftsson
Framkvæmdastjóri
Tölvunarfræðingur B.Sc.
Loftur hefur yfir 20 ára reynslu af upplýsingatækni, lengst af sem yfirmaður upplýsingatæknideildar hjá einu stærsta hátæknifyrirtæki landsins. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnun og innleiðingu upplýsingakerfa fyrir þúsundir notenda um allan heim.
loftur@conligo.is
Sími: 825 8235
Conligo er ráðgjafafyrirtæki í upplýsingatækni sem leggur áherslu á hlutlausa og faglega ráðgjöf sniðna að þörfum sinna viðskiptavina. Hugbúnaðarráðgjöf okkar nær til allra þátta, frá vali á kerfum til innleiðingar og reksturs. Hvort sem um er að ræða skýjakerfi, fjárhagskerfi (ERP) eða þróunarumhverfi þá höfum við reynslu í vali, innleiðingu, eftirfylgni og rekstri þeirra.
Val og rekstur upplýsingakerfa
Val og rekstur upplýsingakerfa fyrir mismunandi þarfir krefst yfirsýnar, sveigjanleika, skipulagningar og nákvæmni. Reynsla okkar af fjölbreyttum kerfum fyrir mismunandi rekstrareiningar gefur okkur einstaka innsýn í það hvernig best er að mæta þeim þörfum sem notendur hafa en þjóna um leið fyrirtækinu og tækniþörfum þess.
Samningagerð, stefnumótun og upplýsingatæknistefna
Við leggjum áherslu á þjónustu, góð samskipti, gagnsæi í upplýsingum og skilvirkar starfsaðferðir. Það er að mörgu að hyggja þegar ráðist er í fjárfestingu á nýjum upplýsingatæknikerfum eða hugbúnaði. Við höfum áralanga reynslu í samningaviðræðum við birgja, samningagerð og innleiðingu mismunandi kerfa. Okkar þekking nýtist einnig vel við stefnumótun, markmiðasetningu og vinnu við upplýsingatæknistefnu fyrirtækja.
Við bjóðum uppá ráðgjöf og þjónustu fyrir allar stærðir fyrirtækja, hvort sem þau eru að hefja sína stafrænu vegferð eða þurfa að þjóna flóknum þörfum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.
Hafðu samband við okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig